Vika sex í Buskanum

 í flokknum: Buskinn, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt

Vikuna 1. – 5. febrúar fer fram Vika sex en vikan er nú þegar orðin stór hefði í starfi félagsmiðstöðva og skóla. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar heldur viku sex á hverju ári þar sem bæði grunnskólar og félagsmiðstöðvar í borginni leggja sérstaka áherslu á að nemendur fái fræðslu um kynheilbrigði.

Í ár er þemað kynlíf. Við í Buskanum munum halda vikuna hátíðlega með allskyns viðburðum í vikunni. Það nær hápunkti á miðvikudag þegar femínístafélagið Femínístasúpan ætlar að halda utan um umræður og fræðslu um kynheilbrigði. Einnig ætlum við að vera með listasmiðjuna í fullum gangi þar sem hægt verður að perla, teikna eða mála kynfæri eða annað tengt kynlífi. Starfsfólk Buskans verður til staðar í umræður.

Einnig bendum við á efni sem er á síðu UNGRÚV, https://www.ruv.is/ungruv/. Þar má meðal annars finna efni sem Rúv og Reykjavíkurborg hafa framleitt um kynlíf og kynheilbrigði ásamt nýju hlaðvarpi sem heitir Klukkan sex.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt